Þú gætir átt rétt á bótum eftir umferðarslys eða óhapp.
Kannaðu rétt þinn til bóta þér að kostnaðarlausu!
Sá sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis á að jafnaði rétt á bótum ef slysið er vegna aksturs ökutækisins. Skyldutryggingar ökutækja gilda fyrir ökumann, farþega og aðra sem verða fyrir tjóni. Það er ekki skilyrði að vera í rétti til þess að eiga rétt á skaðabótum.
Þegar tjónþoli hefur samband við Miska er ákveðinn fundur með honum. Á fundinum undirritar tjónþoli umboð þar sem hann heimilar lögmönnum Miska að afla allra nauðsynlegra gagna, semja um bætur og taka á móti greiðslum fyrir hans hönd.
Eftir að slys hefur átt sér stað kunna að vakna upp fjölmargar spurningar og er hér að finna svör við algengustu spurningunum sem við fáum. Hafir þú frekari spurrningar eða vilt fá nánari upplýsingar um slysabætur hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
- Um Miska -
Miski er framsækin og traust lögmannsstofa sem sérhæfir sig í innheimtu bóta eftir ökutækjatjón. Markmið okkar er veita einstaklingum sem orðið hafa fyrir slíku tjóni framúrskarandi þjónustu og aðstoð til að tryggja réttindi þeirra á sem bestan hátt.
Við teljum mikilvægt að veita viðskiptavinum okkar mikið aðhald og allan þann stuðning sem til þarf svo allt ferlið verði sem þægilegast og fyrirferðarminnst fyrir þá frá upphafi til enda. Hjá okkur eru öll mál unnin af lögmönnum og er sérstök áhersla lögð á að lögmaður hafi reglulega samband við viðkomandi tjónþola til þess að fá upplýsingar um hvernig staða og líðan hans er á hverjum tíma og veita honum upplýsingar um næstu skref í málinu. Lögmenn Miska sjá einnig um að upplýsa tjónþola um hvaða læknisfræðilegu meðferðar eða skoðunar er þörf í máli hans og jafnvel að hafa milligöngu um bókun slíkra meðferða eða skoðana hjá réttum aðilum sé þess óskað. Þá fer lögmaður með einstaklingi á matsfund þegar afleiðingar slyssins eru metnar. Að fara á matsfund getur oft reynst tjónþolum erfitt og því getur verið mikilvægt að lögmaður sé til staðar að slíkum fundi til að veita tjónþola stuðning og aðstoð við að veita greinargóðar upplýsingar um einkenni vegna afleiðinga slyss.
Hjá Miska er lögð mikil áhersla á að sami lögmaður sinni hverju máli frá upphafi til enda. Þannig getum við tryggt að sá lögmaður þekki vel til allra afleiðinga slyssins og geti komið ítarlegum upplýsingum á framfæri um þær áður en afleiðingar slyssins eru metnar.
- Starfsmenn -
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.