Sá sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis á að jafnaði rétt á bótum ef slysið er vegna aksturs ökutækisins. Skyldutryggingar ökutækja gilda fyrir ökumann, farþega og aðra sem verða fyrir tjóni. Það er ekki skilyrði að vera í rétti til þess að eiga rétt á skaðabótum.
Miklu máli skiptir að leita sér læknisaðstoðar sem fyrst eftir umferðaslys og tilkynna slysið til tryggingarfélagsins.
Lögmenn Miska fylgja sínum skjólstæðingum eftir í öllu ferlinu og leggja mikið kapp á að gera ferlið sem auðveldast og þægilegast fyrir viðkomandi einstakling. Sá lögmaður sem sér um málið hefur samband við tjónþola reglulega áður en tjónið er metið og fer síðan með tjónþola á matsfund ef þess er óskað. Með þessu getum við tryggt að þinn lögmaður hjá Miska þekki vel til þíns máls og geti hvernær sem er í ferlinu komið ítarlegum upplýsingum um afleiðingar slyss á framfæri
Tryggingarfélög bæta t.d. tekjutap, greiða bætur fyrir þjáningar, miska, varanlega örorku o.fl.
Einnig greiða tryggingarfélögin vissan útlagðan kostnað. En sá sem verður fyrir umferðarslysi þarft oft að leggja út fyrir ýmsum kostnaði. Meðal þess sem tjónþoli á rétt á að tryggingarfélag greiði eru útgjöld vegna læknismeðferðar, sjúkraþjálfunar, endurhæfingar o.fl.
Þjáningabætur sem greiddar eru af tryggingarfélögum á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 eru fyrir tímabilið frá því tjón varð og þangað til ekki er að vænta frekari bata. Almennt er átt við þann tíma sem tjónþoli getur ekki unnið en um er að ræða fasta fjárhæð fyrir hvern dag.
Sá sem lendir í umferðarslysi getur átt rétt á bótum frá tryggingarfélagi fyrir þann tíma sem hann getur ekki unnið ef vinnuveitandi hefur ekki greitt tjónþola laun í forföllum frá vinnu.
Tryggingarfélög greiða skaðabætur fyrir varanlega skerðingu á getu til að afla vinnutekna, er þetta jafnan nefnt varanleg örorka. En þegar einstaklingur verður fyrir umferðaslysi eru afleiðingarnar oft þær að viðkomandi getur ekki aflað jafn mikilla tekna í framtíðinni. Einnig getur þetta orðið til þess að einstaklingur getur þurft að minnka við sig vinnu fyrr á lífsleiðinni en hann hefði gert hefði hann ekki orðið fyrir umferðaslysi. Þegar varanleg örorka er metin er litið til þess hvaða tjóni ákveðinn áverki veldur tilteknum einstaklingi. Eru því skoðaðir þættir eins og aldur, menntun, starfsreynsla, búseta og fleiri einstaklingsbundnar forsendur. Með öðrum orðum merkir þetta það að ef tveir einstaklingar missa fingurinn þá fengi til að mynda píanóleikari hærri prósentu metna heldur en bankastarfsmaður.
Miskabætur eru bætur sem greiddar eru fyrir ófjárhagslegs tjón. Þegar slíkar bætur eru metnar er ekki tekið tillit til einstaklingsbundinna forsendna eins og starfsreynslu, menntunar o.fl. Með öðrum orðum merkir þetta það að ef tveir einstaklingar missa fingurinn þá eru sömu skaðabætur greiddar til þeirra þrátt fyrir að annar þeirra sé píanóleikari en hinn bankastarfsmaður.